Við hafa bæst tveir nýir starfsmenn í góðan hóp starfsmanna Eignaumsjónar.
Þóra Björk Elvarsdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur á fjármálasvið og mun hún hafa umsjón með fjármálum viðskiptavina Eignaumsjónar. Þóra Björk er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði áður áður sem innheimtustjóri hjá LS Retail hf.
Lilja Kristinsdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og starfaði áður sem viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Landsbankanum á Ísafirði. Lilja mun vinna að bókhaldi, uppgjörum og ýmsum sérverkefnum á fjármálasviði.
Þóra Björk og Lilja eru boðnar velkomnar í öflugan starfshóp Eignaumsjónar.