Verkfall standur nú yfir hjá félagsmönnum Eflingar og verður sorp ekki hreinsað í Reykjavík á meðan á því stendur.
Það má búast við að öll sorpílát fyllist fljótlega og því er æskilegt að stjórnir húsfélaga beini þeim tilmælum til íbúa að þeir komi sjálfir heimilissorpi til Endurvinnslustöðva Sorpu, sem staðsettar eru við Jafnasel, Ánanaust og Sævarhöfða í Reykjavík, við Dalveg í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði og við Blíðubakka í Mosfellsbæ.
Jafnframt er rétt að benda á að grenndargámar, sem staðsettir eru í öllum hverfum borgarinnar, verða ekki tæmdir á meðan á verkfalli stendur.
Þá skal áréttað að ekki er heimilt að kaupa þjónustu vegna sorphirðu frá þriðja aðila á meðan á verkfalli stendur því það má enginn hagnast á því að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Það telst verkfallsbrot.