Sigurrós Gísladóttir hefur verið ráðin til starfa hjá fjármálasviði Eignaumsjónar og sinnir almennum gjaldkerastörfum, s.s. greiðslu reikninga, eftirfylgni krafna og úrlausn fjármálatengdra verkefna viðskiptavina ef þarf, í samráði við fjármálateymi Eignaumsjónar.
Í gjaldkerastarfinu leysir Sigurrós af hólmi Ingu Björgu Kjartansdóttur sem er í leyfi. Áður en Sigurrós kom til Eignaumsjónar starfaði hún í þrjá áratugi hjá Íslandsbanka. Fyrst sem gjaldkeri, því næst hjá fjárstýringu bankans og síðast í tæpan áratug sem sérfræðingur í viðskipaveri Íslandsbanka.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón sérhæfir sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis með það að markmiði að gera rekstur fasteigna bæði markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og hússtjórna og auðvelda störf þeirra.