Endurnýjað samkomulag Eignaumsjónar og HS Orku tryggir að viðskiptavinir Eignaumsjónar – í krafti stærðar og umsvifa félagsins – njóti betri kjara en almennt bjóðast á raforkumarkaði við kaup á raforku frá HS Orku. Samkomulagið nær sem fyrr til raforkunotkunar í sameignum allra húsfélaga sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón og felur í sér fastan afslátt af smásöluverði við kaup á raforku frá HS Orku. Eigendur íbúða eða eignarhluta í húsfélögum sem eru í viðskiptum við Eignaumsjón geta einnig nýtt sér þessi afsláttarkjör.
Afsláttarkjör samkomulagsins milli Eignaumsjónar og HS Orku eru í krafti fjöldans en um 600 hús- og atvinnufélög eru nú í umsjón hjá félaginu, sem býr að 20 ára reynslu og þekkingu í rekstri húsfélaga fyrir atvinnu- og íbúðarhúsnæði. HS Orka hefur verið leiðandi á fimmta áratug í framleiðslu á endurnýjanlegri orku og á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið Svartsengi og Reykjanesvirkjun.
- Sem dæmi um ávinning af samkomulaginu getur allstórt húsfélag (90 íbúðir) í nýlegu húsi sparað sér um 175.000 krónur á ársgrundvelli við kaup á rafmagni vegna sameignar húsfélagsins.
- Í millistóru húsfélagi (38 íbúðir) í nýlegu húsi getur samkomulagið skilað um 60.000 króna sparnaði á ári við kaup á rafmagni vegna sameignar húsfélagsins.
- Eigendur eða íbúar einstakra eigna sem tilheyra húsfélagi eða atvinnuhúsnæði sem er í þjónustu hjá Eignaumsjón, alls um 13.000 íbúðir/einingar, geta einnig nýtt sér þessi afsláttarkjör hjá HS Orku fyrir sínar eignir, svo lengi sem húsfélag þeirra er í þjónustu hjá Eignaumsjón.
Einfalt að færa raforkuviðskipti til HS Orku
Húsfélög sem óska eftir að nýta sér afsláttarkjör HS Orku þurfa að fylla út umboð vegna orkukaupa hjá Eignaumsjón, með nafni og kennitölu húsfélagsins og undirskrift formanns. Eigendur eða íbúar í húsfélögum í þjónustu Eignaumsjónar sem vilja nýta sér afsláttarkjörin geta skráð sig í viðskipti á MÍNAR SÍÐUR á eignaumsjon.is.
Afsláttarkjör Eignaumsjónar hjá HS Orku gilda einvörðungu um kaup á almennri, óskerðanlegri raforku en ekki fyrir raforkuflutning.