Mikilvægt er að eigendur geri sér grein fyrir hvort fasteign viðkomandi er tryggð eða ekki. Á húsfundum húsfélaga er hægt að taka ákvarðanir um sameiginlega tryggingu eigenda, sem kallast húseigendatrygging eða fasteignatrygging. Ef samþykkt er að taka slíka tryggingu á löglega höldnum húsfundi skuldbindur það viðkomandi eiganda til þátttöku, en þó er etv. hægt í samráði við tryggingafélag að draga einstakar eignir útúr tryggingu.
Algengt er að eigendur rugli þeim saman við brunatryggingu eða innbústryggingar. Draga verður línu þar á milli.
Við hjá Eignaumsjón gætum hagsmuna eigenda varðandi iðgjöld og jafnframt ef upp koma tjón sem fylgja þarf eftir af hálfu húsfélags.
Kostir þess að taka sameiginlega tryggingu eru annars vegar lægri iðgjöld og hins vegar að eigendur lenda síður í ágreiningi, meðhöndlun tjóns er alfarið í höndum eins aðila.
Varðandi tjónsviðburði er mikilvægt að eigendur tilkynni tjón eins fljótt og unnt er til tryggingafélags. Oft þarf að staðreyna atriðið s.s. vindhraða eða úrkomumagn til að fá úr skorðið hvort tjón skal bætt eða ekki.
Hægt er að finna skilmála trygginga á heimasíðum tryggingafélaga.
Fasteigna- eða húseigendatryggingar bæta í meginatriðum eftirfarandi
1) Eignatrygging: eignatjón sem bætir tjón á húseigninni sjálfri, t.d. vegna vatns, innbrots, óveðurs o.fl.
2) Ábyrgðartrygging: skaðabótaskyldu sem falla kann á hann, samkvæmt íslenskum lögum og réttarvenjum, sem eiganda húseignar eða húshluta.
3) Málskostnaðartrygging/réttargæslutrygging ef eigendur verða fyrir málshöfðun eða þurfa að sækja rétt sinn með aðstöð lögmanns.
Algengast er að reyni á bætur varðandi tjón af völdum vatns úr leiðslum í sameign eða sameiginlegum leiðslum húseignar í hlutfalli við eignarhluta vátryggðs í húseigninni. Rétt er að geta að tryggingarnar bæta yfirleitt ekki tjón vegna utanaðkomandi vatns, svo sem grunnvatns, úrkomu, flóða, sjávarfalla eða vatns frá svölum, þökum, þakrennum eða frárennslisleiðslum þeirra.