Eitt af átaksverkefnum stjórnvalda undir heitinu “allir vinna” felur í sér rétt einstaklinga sem eiga fasteign til að nýta keypta viðhaldsvinnu til lækkunar á skattstofni viðkomandi einstaklings. Eignaumsjón skilaði inn tilskildum gögnum yfir hlutdeild hvers og eins íbúðareiganda til RSK frá öllum húsfélögum. Hjá þeim sem telja fram rafrænt eru gögnin komin skv. fylgiskjali 3.22; viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis og skilar sér í reit 158 á tekjusíðu einstaklings. Samkvæmt upplýsingum RSK munu upplýsingarnar jafnframt skila sér í framtali þeirra sem telja fram á pappírseyðublaði RSK, þrátt fyrir að tölurnar komi ekki fram á eyðublöðum sem send voru einstaklingum.