Eignaumsjón hf. býður húsfélögum að senda fulltrúa sinn og kynna starfsemi félagsins, hvort heldur á stjórnarfund, húsfund eða aðalfund húsfélagsins.
Aðalfundur er góður vettvangur til að ræða og ákveða hvernig rétt er að haga daglegum rekstri húsfélagsins. Slík kynning er að sjálfsögðu án endurgjalds. Áhugasamir stjórnarmenn í húsfélögum hafi samband við skrifstofu Eignaumsjónar og ráðfæri sig varðandi stað og stund fyrir kynningu.