Lánamöguleikar hjá Íbúðalánasjóði
Lánað er til endurbóta og viðauka á sömu kjörum og bjóðast við kaup eða byggingu fasteigna eftir að framkvæmdum hefur verið lokið.
- Hámarkslán er 20 milljónir*
- Lánað er fyrir allt að 80% af heildarkostnaði
- Lánstími getur verið 5, 10, 15, 20, 30 eða 40 ár
- Sömu vaxtakjör og á almennum íbúðalánum
Skilyrði fyrir lánveitingu eru að:
- 10 ár séu frá því að fasteignin varð fokheld
- Lánsfjárhæð sé að lágmarki 400.000 þúsund krónur, þ.e. framkvæmdakostnaður að lágmarki 500 þúsund krónur
- Ekki mega vera liðnir meira en 12 mánuðir frá lokum endurbóta
- Endurbótum þarf að vera lokið, skila þarf yfirlýsingu verk-/tæknifræðings
*Að nýju láni meðtöldu mega lán sem hvíla á fyrri veðréttum ekki vera umfram 20 milljónir samtals.
Dæmi: Ef áhvílandi lán eignar eru 13 milljónir getur nýtt lán vegna endurbóta ekki orðið hærra en 7 milljónir.
Sótt er um lán til endurbóta eða viðauka þegar framkvæmdum/kaupum er að fullu lokið. Jafnframt þarf að senda staðfestingu á umfangi, framkvæmdakostnaði og verklokum endurbóta (t.d. kostnaðaryfirlit ÍLS) og önnur nauðsynleg fylgigögn til Íbúðalánasjóðs (sjá heimasíðuna: www.ils.is).