Eignaumsjón er hagnýtt verkfæri fasteignaeigenda og notenda við alla umsjón og þjónustu við rekstur fasteigna, hvort sem um er að ræða íbúðareða atvinnuhúsnæði. Við erum brautryðjendur og leiðandi á þessum markaði en fyrirtækið var stofnað árið 2000 ,“ segir Daníel U. Árnason framkvæmdastjóri.
,,Eignaumsjón býður húsfélögum upp á þrjár mismunandi leiðir í þjónustunni allt eftir því hvers mikla þjónustu húsfélög vilja nýta sér. Við tökum einnig að okkur að vera framkvæmdastjórar atvinnuhúsa þar sem við sérsníðum lausnir fyrir hvert verkefni til að tryggja að allir sem hafa hagsmuna að gæta sitji við sama borð.
Húsumsjón er nýleg sérþjónusta fyrir bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Húsumsjón felur í sér reglulegar eftirlitsferðir þar sem fylgst er með kerfum, þjónustuaðilum, umgengni og smærri viðhaldsverkefnum sinnt.
Nýjasta sérþjónusta okkar er aðstoð við húsfélög vegna hleðslu rafbíla með hagsmuni húsfélaga að leiðarljósi. Hleðslukerfi rafbíla er orðið eitt af grunnkerfum hússins, sem eykur virði fasteigna og sölulíkur. Þjónustan uppfyllir lagalegar skyldur húsfélaga um úttekt á framtíðarþörf fyrir hleðslubúnað rafbíla og tryggir rétta skiptingu kostnaðar milli húsfélaga og notenda,“ segir Daníel.
Öflug miðlun upplýsinga til viðskiptavina
Eignaumsjón hefur byggt upp öflugt tölvukerfi utan um starfsemi sína. ,,Við leggjum mikla áherslu á að miðla upplýsingum til eigenda, bæði með beinum samskiptum í gegnum þjónustuverið okkar og starfsfólkið, einnig á fésbókinni, heimasíðunni og í Húsbókinni – notendavænum mínum síðum eigenda á eignaumsjon.is.
Í Húsbókinni geta eigendur fasteigna nálgast helstu gögn síns húsfélags, s.s. fundargerðir, húsgjöld (greiðsluseðla og kröfusögu), tryggingar, ársreikninga og fleira. Stjórnarmenn geta séð daglega fjárhagsstöðu húsfélagsins, stöðu bankareikninga, útistandandi kröfur og stöðu innheimtukrafna. Það er okkur líka metnaðarmál að bjóða viðskiptavinum upp á góða fundaaðstöðu og höfum við komið okkur upp góðri vinnu- og fundaraðstöðu á Suðurlandsbraut 30.“
Daníel segir áskorun að uppfylla þarfir viðskiptavina Eignaumsjónar um faglega og skilvirka afgreiðslu. ,,Það eru auðvitað fjölmörg verkefni sem upp koma í svona rekstri enda erum við að vinna fyrir um 700 félög af öllum stærðum og gerðum sem eru með vel yfir 16.000 íbúðum/fasteignum.
Uppbygging á Hlíðarenda í Reykjavík er gott dæmi um sífellt stærri og flóknari fjölbýlishús þar sem mikilvægt er strax í upphafi að ná utan um þessi stóru samfélög með skipulögðum og formföstum hætti.
Við sjáum þennan markað og þessa þjónustu vaxa og dafna og ætlum að taka fullan þátt í að þróa áfram þessa þjónustu við fasteignaeigendur eins og við höfum gert undanfarin 22 ár. Fjölbýlishúsum fjölgar, þau verða sífellt stærri og flóknari og því teljum við mikilvægt fyrir bæði byggingaraðila og nýja eigendur að ná utan um þessi stóru samfélög strax í byrjun með skipulögðum og formföstum hætti,“ segir Daníel.
Viðtalið birtist í kynningarblaði Viðskiptablaðasins fyrir sýninguna Verk og vit sem haldin var í Laugardalshöll dagana 24.-27. mars 2022.