Eignaumsjón er í hópi leiðandi íslenskra fyrirtækja sem hafa uppfyllt ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefnd Mannauðshugsandi fyrirtæki árið 2022.
„Þetta er ánægjuleg viðurkenning fyrir okkar 30 manna fyrirtæki og hvatning til að halda áfarm og gera enn betur,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, um viðurkenningu HM Monitor.
Mánaðarlegar mælingar
Til að ná þessum árangri hefur Eignaumsjón keyrt mánaðarlegar mannauðsmælingar meðal allra starfsmanna fyrirtækisins á líðandi ári og hefur starfsfólkið verið upplýstir reglulega um niðurstöður mannauðsmælinganna og árangur fyrirtækisins.
Með þessu verklagi er sýnt í verki að mannauður skiptir fyrirtækið miklu máli og jafnframt hafa stjórnendur Eignaumsjónar öðlast innsýn í viðhorf starfsfólks til fyrirtækisins, bæði í heildina og innan sviða, deilda og vinnuteyma.