Skrifstofa Eignaumsjónar er opin á hefðbundnum skrifstofutíma á virkum dögum fyrir jól, milli jóla og áramóta og eftir áramót.
Hefðbundin föstudagsopnun er á Þorláksmessu til kl. 15. Milli jóla og nýárs er opið til kl. 16 dagana 27.-29. desember og til kl. 15 daginn fyrir gamlársdag, föstudaginn 30. desember. Eftir áramót, frá mánudeginum 2. janúar 2023, verður skrifstofan opin á hefðbundnum skrifstofutíma.
Minnum líka á að hægt er að senda tölvupóst á þjónustuver Eignaumsjónar á netfangið thjonusta@eignaumsjon.is, hafa samband í netspjalli á heimasíðunni, www.eignaumsjon.is, eða hringja á skrifstofutíma í síma 585-4800. Þau sem það kjósa geta líka skilað inn gögnum í póstkassa Eignaumsjónar við inngang á suðurhlið/bakhlið Suðurlandsbrautar 30.
Starfsfólk Eignaumsjónar óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.