Þór Gíslason hefur tekið til starfa sem ráðgjafi á þjónustusviði Eignaumsjónar og sinnir m.a. verkefnum í tengslum við aðalfundi og húsfundi, ásamt almennri ráðgjöf til viðskiptavina.
Þór er með MSc gráðu í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands og BA próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafærði frá Háskólanum á Bifröst.
Áður en Þór kom til Eignaumsjónar starfaði hann hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar frá 2017, m.a. sem forstöðumaður búsetuúrræða. Hann hefur einnig starfað í fjölmörg ár sem fundarstjóri aðalfunda á vegum Eignaumsjónar.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 22 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið er að vinna fyrir um 800 hús- og rekstrarfélög með hátt í 18.000 íbúðum/eignum og starfsmenn eru 33 talsins. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.