Hátt í 700 aðalfundir hús- og rekstrarfélaga verða haldnir á vegum Eignaumsjónar fram til aprílloka árið 2024. Þegar er búið að boða fyrstu aðalfundina, sem hefjast mánudaginn 8. Janúar næstkomandi.
Að öllu jöfnu verða aðalfundirnir haldnir frá mánudegi til fimmtudags í fundarsölum Eignaumsjónar að Suðurlandsbraut 30, sem taka allt að 50 manns. Þá verður hluti aðalfundanna haldinn utan skrifstofu Eignaumsjónar.
Rafræn fundarboð í Húsbókinni
Allir, sem hafa skráð sig með tölvupósti í Húsbókinni, mínum síðum eigenda, fá sent rafrænt fundarboð/tölvupóst. Þetta er öruggasta og skilvirkasta boðunarleiðin og því hvetjum við alla, sem hafa ekki nú þegar virkjað Húsbókina sína, til að gera það strax á heimasíðu okkar, www.eignaumsjon.is. Til að komast inn í Húsbókina þarf að smella á hnapp efst til hægri á heimasíðunni og skrá kennitölu viðkomandi.
Almennt eru fundarboð hengd upp í sameign og fundarboð eru einnig send í bréfpósti á eigendur sem eru með skráð lögheimili utan viðkomandi húseignar.
Fundargögn aðgengileg á Húsbókinni
Tímanlega fyrir aðalfund 2024 geta íbúðaeigendur nálgast aðalfundargögnin í Húsbókinni. Þar verður líka hægt að skoða ársreikning ársins 2023, kostnaðar- og húsgjaldaáætlun fyrir árið 2024, aðalfundarboðið og fleiri gögn tengd starfsemi húsfélagsins.
Í Húsbókinni er m.a. líka hægt að skoða húsgjaldaseðla, fundargerðir og fleiri upplýsingar sem tengjast rekstri húsfélagsins og skoða vildarkjör/afslætti sem bjóðast öllum viðskiptavinum Eignaumsjónar.