Hitavaktin – reglulegt eftirlit með heitavatnsnotkun
Eignaumsjón býður húsfélögum upp á mánaðarlegt eftirlit með notkun á heitu vatni til að stuðla að skilvirkri orkunotkun og lægri rekstrarkostnaði.
Þjónustan felur í sér faglega skoðun í tæknirýmum húsa á hitagrindum og snjóbræðslukerfum með það að markmiði að tryggja að þau starfi á fullum afköstum og án vandamála.
Með eftirliti Eignaumsjónar getur þú:
- » Sparað heitt vatn og dregið úr sóun
- » Minnkað orkunotkun og lækkað rekstrarkostnað húsfélagsins
- » Tryggt að hitakerfi hússins starfi á hámarksgetu
- » Tryggt álestur á heitavatns-og rafmagnsmælum þar sem við á
Faglegt eftirlit
Sjálfbær hitastýring og skilvirkni í sameign hússins er hagur allra. Með reglubundnu eftirliti getur þú sparað orku og minnkað útgjöld.
Taktu fyrsta skrefið í dag
Láttu okkur fylgjast með heitavatnsnotkun og lágmarkaðu sóun. Hafðu samband núna og nýttu þér sérhæfða þjónustu okkar!