Eingaumsjón hf. er í hópi um 2,5% íslenskara fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum árið 2024. Þetta er í fyrsta sinn sem Eignaumsjón hlýtur þessa viðurkenningu en framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.
Það eru 1.131 fyrirtæki á á listanum í ár en Creditinfo hefur valið fyrirtæki á þann lista í 15 ár, að undangengnum fjölda skilyrða. Meðal þess sem fyrirmyndarfyrirtæki þurfa að uppfylla er að hafa náð rekstrarhagnaði yfir þriggja ára tímabil, að rekstrarhagnaður (EBIT) og ársniðurstaða hafi verið jákvæð reikningsárin 2021-2023, ársreikningi hafi verið skilað á tilskyldum tíma lögum samkvæmt og að eiginfjárhlutfall sé að minnsta kosti 20%.
Styrk afkoma tryggir áframhaldandi þroska
„Það er ánægjulegt að hljóta þessa viðurkenningu núna því lengi vel var töluverð barátta að halda jákvæðum afkomutölum,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar í viðtali í sérblaðinu Framúrskarandi fyrirtæki, sem dreift var með Morgunblaðinu í dag.
„Styrk afkoma tryggir að félagið hafi tök á að þroskast áfram,“ segir Daníel. Hann bætir við að fyrirtækinu hafi tekist að laða til sín mjög hæfileikaríkt og gott starfsfólk. „Ég vil meina að menningin hjá okkur sé einstaklega jákvæð og góð,“ segir hann og áréttar að nýlega hafi fyrirtækið flutt í stærra húsnæði svo vel fari um starfsfólkið í vinnunni.
Bera saman epli og epli
Markmiðið Eignaumsjónar er að halda áfram að þróa þjónustu til hagsbóta fyrir fasteingaeigendur í landinu og því tengt fer fram mikil vinna við að „tölvuvæða“ sem mest allar upplýsingar og birta í Húsbókinni – mínum síðum eigenda – til hagsbóta fyrir viðskiptavini.
„Við eigum möguleika á að geta birt tölfræði rekstrarkostnaðar og samanburðartölur, svo ekki sé verið að bera saman appelsínur og epli í rekstrarkostnaði fasteigna,“ segir hann og bætir við: „Spurningin „hvað ertu að borga há húsgjöld“ segir okkur ekki neitt því við þurfum að vita hvað er innifalið í þessum kostnaði.“
Framkvæmdastjórinn leggur áherslu á getu félagsins til að rétta við rekstur hús- og rekstrarfélaga og koma málum í betra horf en félagið fari aldrei fram fyrir stjórn og eigendur í nokkrum málum. „Enda erum við að vinna í þeirra þágu og með þeim. Ég get því alveg sagt við alla þá sem eru í vandræðum með húseignir sínar að koma bara og tala við okkur,“ segir Daníel að lokum í viðtalinu.