Smásöluverð á raforku hefur hækkað umtalsvert á þessu ári, eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið, en með samningi sínum við HS Orku getur Eignaumsjón áfram boðið húsfélögum og eigendum séreigna í þeim upp bestu kjör á raforku á markaði.
Smásöluverðið sem stendur viðskiptavinum Eignaumsjónar til boða er í dag 7,96 krónur pr. kwst., sem er það lægsta á almennum markaði. Afsláttarkjör Eignaumsjónar hjá HS Orku gilda um kaup á almennri, óskerðanlegri raforku en ekki um raforkuflutning.
Afsláttarkjör fyrir bæði húsfélög og eigendur fasteigna
Afsláttarkjörin ná til húsfélaga og rekstrarfélaga sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón og einnig standa þessi afsláttarkjör til boða öllum eigendum fasteigna í húsfélögum sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón. Eigendur, eða íbúar í húsfélögum í þjónustu Eignaumsjónar, sem vilja nýta sér afsláttarkjörin geta skráð sig í viðskipti við HS Orku á Húsbókinni, mínum síðum eigenda á www.eignaumsjon.is.
Í ljósi verðhækkana undanfarið á raforku er ljóst að það er enn meiri ávinningur en fyrr fyrir viðskiptavini hjá Eignaumsjón sem nýta sér þessi kjör.