Nú er aðalfundartímabilið hafið því samkvæmt lögum um fjöleignahús ber að halda aðalfund húsfélaga á tímabilinu frá janúarbyrjun til aprílloka ár hvert. „Úfff” segja margir sem stýra húsfélögum en þetta finnst okkur hér hjá Eignaumsjón skemmtilegur tími því ein af meginstoðum í rekstrarþjónustu okkar er undirbúningur og framkvæmd aðalfundarins.
Húsfélög sem nýta sér þjónustu Eignaumsjónar eru því í öruggum höndum þegar kemur að aðalfundinum, faglega er haldið utan um aðalfundinn og það sem þar er tekið fyrir og afgreitt.
Í 61. grein laganna um fjöleignahús eru verkefni aðalfunda og dagskrá sérstaklega tilgreind og því skýrt hvað taka skuli þar fyrir.
Þetta er ein af fjölmörgum ástæðum þess að húsfélög leita til okkar með þjónustu, en það er að halda faglega um aðalfundinn því afar mikilvægt er að halda löglega fundi þar sem löglegar ákvarðanir eru teknar.