Bjarki Gunnarsson kom til starfa sem húsumsjónarmaður í lok árs 2022. Áður en hann kom til liðs við Eignaumsjón vann hann hjá BYGG að viðhaldi á eignum fyrirtækisins og lagfæringum á íbúðum í nýbyggingum.
Bjarki er menntaður málarameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík og hefur starfað samfellt við fagið í þrjá áratugi, lengst af hjá BYGG. Hann hefur einnig unnið hjá Málarasmiðjunni og sem sjálfstætt starfandi málari. Um tíma vann Bjarki einnig í málningardeild Húsasmiðjunnar, við ráðgjöf og sölu til viðskiptavina.
Húsumsjón Eignaumsjónar
Þjónustan tryggir reglubundna umsjón með sameign fasteignar, stuðlar að lækkun viðhaldskostnaðar og tryggir að ástand viðkomandi eignar sé ávallt eins og best verður á kosið. Segja má að húsumsjónin komi í stað hefðbundinnar húsvörslu.
Fagmaður á vegum Eignaumsjónar fer reglulega yfir ástand sameignar viðkomandi húseignar, fylgist með búnaði og kerfum og gerir nauðsynlegar úrbætur þegar þörf er á. Húsumsjón hefur einnig eftirlit með umhirðu og ástandi sameignar, innanhúss sem utan, og kemur ábendingum og tillögum um úrbætur til hússtjórnar. Rík áhersla er lögð á góð samskipti og upplýsingaflæði og skýrsla er send til stjórnar viðkomandi húseignar eftir hverja heimsókn.