Innskráning í Húsbók á vef Eignaumsjónar hefur verið færð yfir til Signet – Advania eftir að innskráningarþjónustu island.is var lokað fyrir aðra en opinbera aðila frá 1. september 2024.
Í innskráningarþónustu Signet – Advania er áfram í boði að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum, s.s. snjallsíma, sem og auðkennisappi og fleiri leiðum. Íslykillinn dettur hins vegar út þar sem hann virkar eingöngu hjá island.is.
Umboð í stað íslykils
Í stað íslykils er nú í boði að veita umboð, sem bæði fyrirtæki og einstaklingar geta þá nýtt sér. Undir hnappnum „UM OKKUR“ á heimasíðu Eignaumsjónar er að finna undirsíðu – Umboð fyrir Húsbókina – þar sem er hlekkur til að veita umboð, sem og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig það er gert.
Þannig geta eigendur/greiðendur veitt öðrum umboð til að sýsla með sín málefni í Húsbókinni og í tilfelli fyrirtækja/lögaðila geta prókúruhafar sömuleiðis fyllt þar út umboð sem heimilar þá umboðshafa að fara með málefni viðkomandi lögaðila í Húsbókinni.
Þjónustuverið aðstoðar ef þörf er á
Ef einhver vandkvæði koma upp við innskráningu minnum við á að hægt er að leita aðstoðar hjá þjónustuverinu okkar í netspjalli eða senda tölvupóst á thjonusta@eignaumsjon.is, eða hringja í síma 585-4800.