Kærunefnd húsamála hefur nýlega gefið álit sitt á ágreiningsmálum sem varða túlkun á hugtakinu “eitt hús.”
Í máli nr. 7/2013 er fjallað um túlkun laganna út frá húshlutum sem eru sambyggðir að hluta. Í kærunni er deilt um hvort 6 íbúða hús sem eru byggingarlega í tveimur húshlutum sem skarast en byggðir eru á sama tíma. Þar vísar nefndin í 9.grein laga um fjöleignarhús nr 26/1994 sem segir að “Við úrlausn þess hvort um séreign eða sameign allra eða sumra er að ræða skal auk þess sem getur í 4.–8. gr. líta til þess hvernig staðið var að byggingu hússins eða viðkomandi hluta þess og hvernig byggingarkostnaðinum var skipt ef um það liggja fyrir skýr gögn. Hafi byggingarframkvæmd verið sameiginleg og kostnaðurinn einnig þá er um sameign að ræða ef önnur veigamikil atriði mæla því ekki í mót.” Semsagt ef upphaflegur byggingarkostnaður er sameiginlegur og húsin skarast teljast mannvirkin eitt hús. Það er því nauðsynlegt þess að standa rétt að ákvarðanatöku. Í því sambandi er rétt að benda á dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2009 (í máli E6963/2009) en þar sýknar rétturinn eiganda af kröfu húsfélags, þ.e. stigahússfélags, um þátttöku í viðgerðarkostnaði á ytra-byrði húss á þeirri forsendu að ákvörðun um framkvæmd standist ekki, sé í raun ólögmæt þar sem heildarhúsfélagsfundur stóð ekki að lögmætri ákvörðun.
Í annarri kæru er deilt um hvort túlka beri húseiningar sem tengjast bílgeymslu sem mörg hús eða eitt hús. Kærunefndin staðfestir fyrri álit sín og telur að hús og húshlutar þar sem bílgeymsla myndar heildarsökkul fyrir húsaþyrpingu verði að teljast eitt hús. Þessu til stuðnings má nefnda álit kærunefndar nr. 21/1997 varðandi Lindargötu 57-66. Þá hafa túlkanir kærunefndar varðandi lagnir s.s. hita- og neyslu- og frárennslislagnir undantekningalítið lotið að því að þær séu sameiginlegar eigendum heildarhúss.