Að gefnu tilefni skal áréttað að endurgreiðsla af greiddum virðisaukaskatti af vinnu á verkstað, vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds lækkaði úr 60% í 35% frá 1. júlí á þessu ári.
Eignaumsjón sækir um endurgreiðslur virðisaukaskatts fyrir hönd húsfélaga sem eru í þjónustu hjá félaginu. Hægt er að sækja um endurgreiðslur í sex ár talið frá því að endurgreiðsluréttur stofnaðist.
Umsóknir vegna eldri tímabila
Hægt er að sækja um 60% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda sem féllu til á tímabilinu 1. september 2022 til 30. júní 2023, í allt að sex ár frá því endurgreiðsluréttur stofnaðist.
Jafnframt er hægt að sækja um 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda sem féllu til á tímabilinu 1. mars 2020 til 31. ágúst 2022, í allt að sex ár frá því að endurgreiðsluréttur stofnaðist. Endurgreiðslan nær til vinnu á byggingarstað íbúðarhúsnæðis vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds. Almennt fellur undir ákvæðið öll sú vinna sem fram fer á staðnum, þó ekki sú vinna sem alla jafna er unnin á verkstæði eða vinna stjórnenda farandvinnuvéla og vinnuvéla sem eru skráningarskyldar í vinnuvélaskrá.