„Allir sem hafa setið í stjórnum húsfélaga vita að störf stjórnarmanna eru krefjandi og oft vanmetin hvað varðar vinnuframlag, umfang og ábyrgð. Við getum einfaldað þetta til muna því Eignaumsjón hefur meðal annars sérhæft sig í rekstri húsfélaga og býr yfir mikilli sérþekkingu á þessu sviði.“
Þetta segir Páll Þór Ármann, forstöðumaður þjónustusviðs Eignaumsjónar, sem var í viðtali á Hringbraut á dögunum ásamt Ágústu Katrínu Auðunsdóttur, forstöðumanni fjármálasviðs, um þjónustu félagsins.
Hringbraut heimsækir Eignaumsjón
Sjöfn Þórðar, sem er með þáttinn Fasteignir og heimili heimsótti skrifstofu Eignaumsjónar á Suðurlandsbraut 30 og ræddi við þau Ágústu og Pál um starfsemi félagsins sem er brautryðjandi hérlendis í þjónustu við hús- og rekstrarfélög og sérhæfir sig í rekstri fjöleignarhúsa, húsfélaga og rekstrarfélaga. Mikið er lagt upp úr lipurð í samskiptum og góðri þjónustu og fékk Sjöfn bæði innsýn í starfsemina og hvað er í boði fyrir húsfélög og húseigendur. Horfa má á þáttinn í heild hér.