Halldóra Guðrún Jónsdóttir-Scales hefur verið ráðin bókhaldsfulltrúi hjá fjármálasviði Eignaumsjónar og hefur hún þegar tekið til starfa.
Halldóra er viðurkenndur bókari. Hún lauk grunnnámi og bókhaldi fyrir lengra komna hjá Promennt, undirbúningsnámi til viðurkennds bókara hjá Opna háskólanum í HR og er stúdent af hagfræðibraut Fjölbrautarskólans við Ármúla.
Áður en Halldóra kom til Eignaumsjónar var hún fulltrúi hjá Sjúkratryggingum Íslands og verkefnastjóri í slysatryggingum. Þar á undan vann hún m.a. sem þjónustufulltrúi og sérfræðingur hjá tryggingafélaginu Aetna í Bandaríkjunum.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 22 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið vinnur nú fyrir um 800 hús- og rekstrarfélög með hátt í 18.000 íbúðum/eignum. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.