Hallur Guðjónsson hefur verið ráðinn söluráðgjafi hjá Eignaumsjón og sinnir samskiptum við bæði núverandi viðskiptavini félagsins og leitar nýrra tækifæra.
Áður en Hallur kom til starfa hjá Eignaumsjón starfaði hann sem söluráðgjafi í fimm ár hjá Símanum, fyrir ýmsar deildir innan fyrirtækisins. Þar áður var hann vaktstjóri í söluveri hjá Sjóvá og annaðist bæði tryggingaráðgjöf, sölu og þjónustu. Hallur hefur m.a. stundað atvinnuflugmannsnám í Flugakademíu Íslands hjá Keili og nám í rafvirkjun við Iðnskólann í Hafnarfirði.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við eigendur fasteigna og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa, m.a. íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri um 700 húsfélaga og rekstrarfélaga um fasteignir og kemur faglega að lausn mála sem koma upp í fjölbýlis- og fjöleignarhúsum. Á skrifstofu Eignaumsjónar starfa 30 starfsmenn og er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda.