Vegna aukinna umsvifa hjá fjármálasviði Eignaumsjónar hefur Inga Björg Kjartansdóttir, sem kom til starfa í Þjónustuveri Eignaumsjónar í byrjun árs 2019, nú fært sig um set í starf gjaldkera.
Inga Björg sinnir almennum gjaldkerastörfum, s.s. greiðslu reikninga, eftirfylgni krafna og úrlausn fjármálatengdra verkefna viðskiptavina ef þarf, í samráði við fjármálateymi Eignaumsjónar.
Inga Björg er langt komin með nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri í fjarnámi. Hún er einnig með verslunar- og stúdentspróf frá Borgarholtsskóla. Áður en Inga Björg hóf störf hjá Eignaumsjón starfaði hún við ýmis verslunar- og skrifstofustörf, m.a. hjá Stórkaup, Primera Air, Bílanaust/N1 og Elko.
Inga Björg er boðin velkomin í nýtt starf hjá Eignaumsjón.