Leigufélög – rekstur og umsjón
Eignaumsjón sérhæfir sig í umsjón leigufélaga fyrir eigendur fasteigna, hvort sem um íbúðar- eða atvinnuhúsnæði er að ræða. Markmið okkar er að auðvelda fasteignaeigendum útleigu fasteigna og rekstur þeirra og hámarka arð.
Sérhannað innheimtuferli
Eignaumsjón býður samstarfsaðilum sínum á sviði leiguumsjónar upp á sérhannað innheimtuferli vegna húsaleigu. Þeir sem fást við að leigja út húsnæði þekkja og vita hversu viðkvæmur reksturinn er ef leigutekjur skila sér seint eða jafnvel alls ekki. Þess vegna hefur Eignaumsjón tryggt sér aðgang að hagnýtu kerfi sem bætir utanumhald og eftirlit með að leigutekjur skili sér. Með kerfinu er mun skilvirkara aðhald með þeim sem ekki greiða á tilsettum tíma.
Umsjón leiguhúsnæðis getur innifalið:
» Gerð leigusamninga
» Áreiðanleikakönnun – tryggingar
» Reikningagerð og innheimta leigutekna
» Samskipti og upplýsingagjöf gagnvart leigutaka
» Umsjón og eftirlit með eignum
» Rekstrarleg umsjón