Rekstrarumsjón húsfélaga snýst mikið um að veita upplýsingar, þ.e. að veita íbúum og eigendum upplýsingar um rekstur húsfélagsins, ákvarðanir og fleira sem því tengist.
Eignaumsjón hefur nú opnað fyrir upplýsingaveitu á sérstakri Þjónustusíðu. Efst í hægra horninu hér á heimasíðunni er hnappur „Mínar síður”. Þar geta eigendur skráð sig inn og gengið að ýmsum upplýsingum og gögnum sem snúa að húsfélaginu. Í framtíðinni byggist þarna upp gagnaveita fyrir þau húsfélög sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón og geta eigendur því gengið að þessum gögnum vísum þegar þeim hentar.
Við höfum fengið afar góða viðbrögð við þessari nýjung. Aðgangur að að ítarlegum upplýsingum um húsfélagið er afar mikilvægur þáttur í að fólki líði vel með húsfélagið sitt og finni að það er í öruggum höndum.