Svanhildur Ólöf Harðardóttir hóf nýlega störf hjá fjármálasviði Eignaumsjónar. Hún sinnir almennum gjaldkerastörfum, s.s. greiðslu reikninga, eftirfylgni krafna og úrlausn fjármálatengdra verkefna í samráði við fjármálateymi Eignaumsjónar.
Svanhildur starfaði sem gjaldkeri hjá Eignarekstri áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón. Þar áður starfaði hún m.a. sem gjaldkeri og innheimtufulltrúi hjá Reykjafelli og sérfræðingur í lögfræðiinnheimtu og milliinnheimtu hjá Landsbankanum.
Svanhildur er útskrifuð af félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og stundaði m.a. fjármála- og rekstrarnám við Viðskipta- og tölvuskólann, verðbréfamiðlun við Háskólann í Reykjavík og hefur hún jafnframt lokið bókhaldsgrunni hjá Promennt.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón sérhæfir sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis með það að markmiði að gera rekstur fasteigna bæði markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og hússtjórna og auðvelda störf þeirra.