Sandra Dögg Sigmundsdóttir er nýr starfsmaður í Þjónustuveri Eignaumsjónar, sem sett var á laggirnar um síðustu áramót til að bæta enn frekar alla þjónustu við viðskiptavini félagsins.
Sandra Dögg var launafulltrúi hjá Reykjanesbæ áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón. Þar áður sinnti hún verslunar-, sölu og þjónustustörfum, m.a. hjá 10-11 og Símanum. Hún er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og BA próf í ensku.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón sérhæfir sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis með það að markmiði að gera rekstur fasteigna bæði markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og hússtjórna og auðvelda störf þeirra. Fimm starfsmenn standa að jafnaði vaktina í þjónustuverinu. Síminn er 585-4800 og netfangið er thjonusta@eignaumsjon.is.