Eignaumsjón býður nú upp á nýjung sem felst í reglubundnu eftirliti fasteignar. Um er að ræða starf sem felur í sér eftirlit með sameign utanhúss og innan, minniháttar viðhald, s.s. peruskipti, herða skrár, skipta um gler í sameign. Ennfremur eftirlit með vinnu þjónustuaðila s.s. þrifum, slætti oþh., eftirlit með orkunotkun íbúa ásamt því að koma með haldgóðar tillögur til stjórnar varðandi allt sem viðvíkur fyrirkomulagi viðhalds og umgengni sameignar (sjá ítarlegri lýsingu hér til vinstri).
Þeir sem koma að rekstri fasteignar eða húsfélags þekkja að það eru mörg viðvikin sem ein fasteign þarfnast ef hlutirnir eiga að vera í lagi. Í húsum þar sem ekki er sérstakur húsvörður til að sinna málum lenda þessi verk gjarnan á umhyggjusömum stjórnarmönnum eða einfaldlega drabbast eða dragast. Mörg húsfélög sjá sér ekki fært að hafa húsvörð í fullu starfi vegna kostnaðar. Þess vegna býður Eignaumsjón nú upp á starf af þessu tagi með það í huga að bæta umsjón með sameign húsfélaga, íbúum og eigendum til hagsbóta og ánægju.
(sjá frekari upplýsingar hér til vinstri á síðunni og á skrifstofu Eignaumsjónar)