Þörf fyrir öflugt starfsfólk eykst stöðugt í krefjandi viðskiptaumhverfi. Á síðustu 12 mánuðum hefur okkur hjá Eignaumsjón bæst góður liðsstyrkur.
Jóhanna Gunnarsdóttir, sem er viðurkenndur bókari, var eftir áramót ráðin til almennra bókhaldsstarfa, afstemminga og gerðar ársreikninga. Einnig annast hún kröfugerð á virðisaukaskatti frá RSK.
Skömmu áður höfðu þeir Páll Þór Ármann viðskipta- og rekstrarhagfræðingur og Bjarni Þór Ólafsson byggingafræðingur verið ráðnir. Páll annast almenna ráðgjöf til rekstrar- og húsfélaga, áætlanagerð og markaðsmál. Bjarni Þór veitir aðstoð við útvegun þjónustu ásamt undirbúningi og ákvarðanatöku varðandi viðhaldsverkefni og framkvæmdir húsfélaga.
Við sem höfum starfað lengur hjá Eignaumsjón bindum miklar vonir við þennan liðsauka.