Aðalfundir hjá Eignaumsjón fara vel af stað og frá 8. janúar hefur félagið þegar haldið 55 af þeim 923 aðalfundum sem eru þegar komnir á dagskrá fram í miðjan maí. Gert er ráð fyrir að á tímabilinu bætist við húsfundir og stofnfundir, þannig að heildarfjöldi funda verði ríflega þúsund.
Fjölgun funda má rekja til mikillar fjölgunar viðskiptavina hjá Eignaumsjón á liðnu ári, bæði vegna kaupa á Fjöleignum sem og vegna almennrar fjölgunar.
Ný og glæsileg fundaraðstaða
Til að mæta þessari aukningu hefur Eignaumsjón tekið í notkun nýja fundaraðstöðu á Suðurlandsbraut 30. Nýju fundarsalirnir eru staðsettir í bakhúsinu á annarri hæð þar sem eru fimm vandaðir fundarsalar með aðstöðu fyrir allt að 120 manna fundi. Reiknað er með að 80% af fundum á yfirstandandi tímabili verði haldnir í þessari nýju fundaraðstöðu.
Aðkoma að fundarsölunum er frá efra bílastæðinu sunnan við húsið og inngangur á suðurhlið bakhússins (sjá mynd).
Aðalfundir líka á laugardögum
Auk hefðbundinna fundardaga frá mánudögum til fimmtudaga, bætast laugardagar við sem aðalfundadagar seinnipartinn í janúar. Jafnframt hafa fundartímar breyst og eru fundir haldnir kl. 17 og 19 á virkum dögum. Á laugardögum eru nú líka þrír fundartímar í boði, kl. 10, 12 og 14. Á virkum dögum er því hægt að halda allt að 10 fundi á hverju kvöldi og allt að 15 fundi á laugardögum. Til að mæta fjölgun funda hefur Eignaumsjón einnig fjölgað fundarstjórum og sjá nú 33 fundarstjórar um framkvæmd funda hjá félaginu.