„Atvinnuhúsum sem leita til okkar um þjónustu hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum misserum,“ segir Hallur Guðjónsson, sölufulltrúi hjá Eignaumsjón og nefnir sem dæmi að bara það sem af er þessu ári hafi 10 ný atvinnuhús gengið frá samningum við fyrirtækið um þjónustu.
Sem dæmi um ólík atvinnuhús sem eru nýlega komin í viðskipti til Eignaumsjónar nefnir Hallur húsfélagið Litlatún 3, verslunarhúsnæðið í Garðabæ sem flestir kenna við Hagkaup í daglegu tali, en þar eru einnig til húsa nokkrar fleiri verslanir og Pósturinn. Annað atvinnuhúsnæði sem kom nýlega í þjónustu til Eignaumsjónar er rekstrarfélagið Íshella, sem er stórt vöru-, iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði með fjölbreyttri starfsemi við Íshellu 1 á Völlunum í Hafnarfirði.
Fjármál, fundir og sérsniðnar lausnir
„Það segir sig sjálft að atvinnuhúsin sem eru að koma til okkar eru jafn ólík og þau eru mörg en öll eiga það sameiginlegt að taka þarf til hendinni í rekstrinum og oftar en ekki að styrkja og efla utanumhald um hús- og aðalfundi,“ segir Hallur.
„Í meginatriðum eru þjónustuleiðirnar tvær sem eru í boði fyrir atvinnuhús. Annars vegar þjónustuleið A1, en þar undir er öll þjónusta er lítur að fjármálum, bókhaldi og aðalfundum viðkomandi rekstrarfélags. Í þjónustuleið A2 er í boði að við tökum að okkur framkvæmdastjórn viðkomandi rekstrarfélags samkvæmt nánari skilgreiningu. Þá sjáum við um daglegan rekstur samkvæmt skilgreindum samningi til viðbótar við fjármála og fundaþjónustuna. Þessi nálgun getur t.d. komið sér vel ef fara þarf í gagngera endurskoðun á fjármálum félagsins og starfsemi, og getur þá verið til lengri eða skemmri tíma, allt eftir því hvað stjórn viðkomandi félags telur hentugast,“ bætir Hallur við.
Nánar má lesa um þjónustuna við atvinnuhús á https://www.eignaumsjon.is/atvinnuhusnaedi/