Þriðja árið í röð leggur Eignaumsjón jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar lið í stað þess að senda viðskiptavinum jólakort nú fyrir jólin.
Stuðningurinn er sem fyrr eyrnamerktur verkefninu Gefðu poka. Aðstoðin jafngildir að þessu sinni 50 matarpokum, sem er sama tala og fjöldi starfsfólks hjá Eignaumsjón.
Jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar stendur til boða fjölskyldum í höfuðborginni til að létta undir með þeim sem eiga í fjárhagsvandræðum og hjálpa til svo að barnafjölskyldur og aðrir sem á aðstoð þurfa að halda geti átt gleðileg jól. Fyrir þá sem vilja leggja Mæðrastyrksnefnd lið í þessu verkefni er slóðin: https://maedrastyrkur.is/