Byggingar- og umhverfisverkfræðingur til liðs við Eignaumsjón
Bjarni G. P. Hjarðar, byggingar- og umhverfisverkfræðingur, hefur tekið til starfa sem sérfræðingur og ráðgjafi á fasteignasviði Eignaumsjónar.
Ásamt almennri ráðgjöf til viðskiptavina leiðir Bjarni þróun og uppbyggingu nýjunga í þjónustu Eignaumsjónar, þ. á m. úttektir á hleðslufyrirkomulagi rafbíla í fjölbýlishúsum og fleiri greiningar, s.s. á rekstri, kostnaði og tæknilegum lausnum og nýjungum í starfsemi húsfélaga.
Bjarni er með Tekn. Lic. gráðu frá Chalmers Tekniska Högskola í Gautaborg árið 1994 í kerfisfræði byggingariðnaðarins, mastersgráðu, M.Sc., í verkefnastjórnun frá sama skóla árið 1990 og B.Sc. gráðu frá byggingarverkfræðiskor Háskóla Íslands árið 1989. Áður en Bjarni kom til starfa hjá Eignaumsjón var hann yfirverkfræðingur hjá SORPU bs. í 12 ár, staðgengill forstjóra og deildarstjóri þróunar- og tæknideildar. Þar á undan var Bjarni deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar Háskólans á Akureyri, frá 1995 til 2008.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 20 ára þekkingu og reynslu í rekstri hús- og rekstrarfélaga fasteigna í takt við ákvæði fjöleignarhúsalaganna. Félagið er brautryðjandi á Íslandi og annast rekstur um 700 félaga með um 15.000 íbúðum/eignarhlutum, með það að markmiði að gera reksturinn bæði markvissari og hagkvæmari og auka upplýsingaflæði til bæði eigenda og hússtjórna.