Gleðileg jól og farsælt nýtt ár!
Eignaumsjón óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar ánægjuleg samskipti á þessu fordæmalausa ári sem er að líða í aldanna skaut!
Þrátt fyrir samkomutakmarkanir og ýmsa erfiðleika hefur starfsemi Eignaumsjónar gengið að mestu snurðulaust á árinu og tókst að ljúka meginhluta allra aðalfunda ársins 2020. Þeir örfáu fundir sem út af standa verða sameinaðir aðalfundum fyrir árið 2021 og er undirbúningur þeirra fundarhalda þegar hafinn.
Opnunartímar um jól og áramót
Skrifstofa Eignaumsjónar er lokuð á aðfangadag og gamlársdag en opið er á hefðbundnum skrifstofutíma aðra virka daga um jól og áramót.
Starfsemi skrifstofunnar er áfram með sama sniði og verið hefur undanafarnar vikur vegna COVID-19 sóttvarnaraðgerða. Hluti starfsfólks er með viðveru á skrifstofunni og hluti vinnur í fjarvinnslu. Sem fyrr er þess farið á leit við viðskiptavini að þeir takmarki eins og hægt er heimsóknir í þjónustuverið og skrifstofuna á Suðurlandsbraut 30. Þar er eigi að síður tekið á móti gögnum á skrifstofutíma og gögn afhent viðskiptavinum en hvatt er til þess að allar almennar fyrirspurnir og samskipti fari fram rafrænt. Hægt er að senda tölvupósti á þjónustuverið á netfangið thjonusta@eignaumsjon.is, hafa samband í netspjalli á heimasíðunni, www.eignaumsjon.is, eða hringja í síma 585-4800. Þá geta þeir sem það kjósa skilað inn gögnum í póstkassa Eignaumsjónar, sem er við inngang á suðurhlið/bakhlið hússins að Suðurlandsbraut 30.