Dec 23, 2024 | Fréttir
Starfsfólk Eignaumsjónar óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Skrifstofa Eignaumsjónar er lokuð á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Föstudaginn 27. desember er skrifstofan opin á milli kl. 9 og 15 og á milli kl. 9 og 16 mánudaginn 30.desember. Lokað er á gamlársdag og nýársdag en frá og með 2. janúar er opið á hefðbundnum skrifstofutíma; milli klukkan 9 og 16 mánudaga til fimmtudaga og milli klukkan 9 og 15 á föstudögum.
Við minnum líka á að hægt er að senda tölvupóst á þjónustuver Eignaumsjónar á netfangið thjonusta@eignaumsjon.is, hafa samband í netspjalli á heimasíðunni, www.eignaumsjon.is, eða hringja á skrifstofutíma í síma 585-4800. Þau sem það kjósa geta líka skilað inn gögnum í póstkassa Eignaumsjónar við inngang á suðurhlið/bakhlið Suðurlandsbrautar 30.
Dec 23, 2024 | Fréttir
Smásöluverð á raforku hefur hækkað umtalsvert á þessu ári, eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið, en með samningi sínum við HS Orku getur Eignaumsjón áfram boðið húsfélögum og eigendum séreigna í þeim upp bestu kjör á raforku á markaði.
Smásöluverðið sem stendur viðskiptavinum Eignaumsjónar til boða er í dag 7,96 krónur pr. kwst., sem er það lægsta á almennum markaði. Afsláttarkjör Eignaumsjónar hjá HS Orku gilda um kaup á almennri, óskerðanlegri raforku en ekki um raforkuflutning.
Afsláttarkjör fyrir bæði húsfélög og eigendur fasteigna
Afsláttarkjörin ná til húsfélaga og rekstrarfélaga sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón og einnig standa þessi afsláttarkjör til boða öllum eigendum fasteigna í húsfélögum sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón. Eigendur, eða íbúar í húsfélögum í þjónustu Eignaumsjónar, sem vilja nýta sér afsláttarkjörin geta skráð sig í viðskipti við HS Orku á Húsbókinni, mínum síðum eigenda á www.eignaumsjon.is.
Í ljósi verðhækkana undanfarið á raforku er ljóst að það er enn meiri ávinningur en fyrr fyrir viðskiptavini hjá Eignaumsjón sem nýta sér þessi kjör.
Dec 5, 2024 | Fréttir
Þriðja árið í röð leggur Eignaumsjón jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar lið í stað þess að senda viðskiptavinum jólakort nú fyrir jólin.
Stuðningurinn er sem fyrr eyrnamerktur verkefninu Gefðu poka. Aðstoðin jafngildir að þessu sinni 50 matarpokum, sem er sama tala og fjöldi starfsfólks hjá Eignaumsjón.
Jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar stendur til boða fjölskyldum í höfuðborginni til að létta undir með þeim sem eiga í fjárhagsvandræðum og hjálpa til svo að barnafjölskyldur og aðrir sem á aðstoð þurfa að halda geti átt gleðileg jól. Fyrir þá sem vilja leggja Mæðrastyrksnefnd lið í þessu verkefni er slóðin: https://maedrastyrkur.is/
Dec 2, 2024 | Fréttir
Breytingar hafa verið gerðar á skipuriti Eignaumsjónar og er Tæknisvið fyrirtækisins nú eitt af meginsviðum starfseminnar, ásamt fjármálasviði og þjónustusviði. Samhliða þessum breytingum hefur forstöðumaður tæknisviðs tekið sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
„Fram undan eru spennandi tímar í stafrænni vegferð Eignaumsjónar, bæði í tækniþróun og snjallvæðingu en fyrirtækið hefur unnið markvisst að því í allmörg ár að færa starfsemina yfir í stafrænt umhverfi,“ segir Sigurður Gauti Hauksson, forstöðumaður tæknisviðsins.
Umtalsverð efling tæknisviðs
Fjórir tölvunarfræðingar starfa nú hjá tæknisviði Eignaumsjónar og hefur verið auglýst eftir þremur sérfræðingum til viðbótar, til að mæta fyrirliggjandi áskorunum í hugbúnaðarmálum.
„Þörfin er sannarlega brýn að efla rafræna getu fyrirtækisins, sem er nú með um 1.200 hús- og rekstrarfélög í þjónustu með um 25 þúsund fasteignir/einingar.“
Laus störf í forritun, þróun og notendaþjónustu
Auglýst hefur verið eftir tveimur öflugum forriturum til að þróa Microsoft SQL gagnagrunna og Microsoft .Net C# hugbúnað. Jafnframt er leitað að öflugum starfskrafti til að annast notendaþjónustu við eigin hugbúnað fyrirtækisins og útstöðvar, ásamt því að sinna kennslu og fleiri verkefnum. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á alfred.is og eiga allar umsóknir að fara þar í gegn. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2024. Auglýsinguna má skoða hér.
Nov 25, 2024 | Fréttir
Þriðja árið í röð er Eignaumsjón í hópi leiðandi íslenskra fyrirtækja sem hafa uppfyllt ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefnd Mannauðshugsandi fyrirtæki.
„Þetta er ánægjuleg viðurkenning fyrir okkar 50 manna fyrirtæki og hvatning til að halda áfarm og gera enn betur,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, um viðurkenningu HM Monitor.
Mánaðarlegar mælingar
Til að vera meðal leiðandi íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefnd Mannauðshugsandi fyrirtæki þarf að hafa á 12 mánaða tímabili keyrt mannauðsmælingar meðal allra starfsmanna fyrirtækisins í hverjum ársfjórðungi eða frá fjórum til tólf sinnum á líðandi ári.
Með þessu verklagi er sýnt í verki að mannauður skiptir fyrirtækið miklu máli og jafnframt hafa stjórnendur Eignaumsjónar öðlast innsýn í viðhorf starfsfólks til fyrirtækisins, bæði í heildina og innan sviða, deilda og vinnuteyma.
Liður í að gera gott fyrirtæki betra
„Þetta er gott verkfæri til að fá endurgjöf frá starfsfólki og niðurstöðurnar nýtast til að bæta starfsumhverfið og koma betur til móts við fólkið okkar og þessar kannanir eru liður í að gera gott fyrirtæki betra,“ segir framkvæmdastjóri Eignaumsjónar.