VSK-endurgreiðsla fellur úr gildi í árslok af uppsetningu hleðslukerfa og hleðslustöðva
VSK ívilnanir vegna uppsetningar hleðslukerfa og af hleðslustöðvum, sem tóku gildi í ársbyrjun 2020 og gilda til ársloka 2023, eru liður í aðgerðum stjórnvalda að rafvæða bílaflota landsmanna til að flýta fyrir orkuskiptum með því. Samkvæmt þessum ívilnunum eiga bæði húsfélög og íbúðaeigendur sem eru að kaupa vinnu við uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla í eða við sitt fjölbýlishús eða heimili, rétt á að fá virðisaukaskatt endurgreiddan að fullu af vinnu við uppsetningu hleðslukerfis sem og af hleðslustöðum fyrir ofangreint tímabil.
Eignaumsjón sér að sjálfsögðu um að sækja um VSK-endurgreiðslur fyrir húsfélög og aðra viðskiptavini félagsins, samkvæmt greiddum reikningum. Tímamörk á endurgreiðslu miðast við sex ár, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Skattsins, talið frá því að endurgreiðsluréttur stofnaðist samkvæmt útgáfudegi reikninga.