Aðalbókari Eignaumsjónar
Eignaumsjón leitar að áhugasömum og lausnamiðuðum aðalbókara til starfa í lifandi og skemmtilegu starfsumhverfi. Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi og reikningshaldi viðskiptavina félagsins og er faglegur leiðtogi teyma.
Eignaumsjón vinnur að þróun á nýju bókhalds- og uppgjörskerfis og verður aðalbókari í mikilvægu hlutverki við þróun þess og innleiðingu.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð
Aðalbókari ber ábyrgð á gæðum bókhalds og uppgjöra viðskiptavina, skipulagningu og tímaáætlunum teyma og framkvæmd rekstraruppgjöra viðskiptavina. Aðalbókari ber enn fremur ábyrgð á gerð og yfirferð ársreikninga viðskiptavina, markmiðasetningu teyma, eftirfylgni með árangri og útgáfu reikninga fyrir Eignaumsjón. Aðalbókari tekur þátt í þróun upplýsingakerfis fyrirtækisins og verkferla.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði fjármála- eða viðskiptafræði
- Haldbær reynsla sem nýtist í starfi
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Fagmennska, sjálfstæð vinnubrögð og nákvæm vinnubrögð
- Góð samskiptafærni, lipurð og jákvætt viðmót
- Góð þekking á excel
- Þekking á DK bókhaldskerfi er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
Umsóknarfrestur til 26. febrúar 2024
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið en umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar nk. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Umsókn skal fylla út á heimasíðu Hagvangs eða á Alfreð. Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilská og kynningarbréf, þar sem greint er frá ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórdís Sif Arnarsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi, thordis@hagvangur.is.