Stuðningur við jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar
Annað árið í röð hefur Eignaumsjón ákveðið að leggja jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar lið í stað þess að senda viðskiptavinum félagsins jólakort nú fyrir jólin.
Eins og í fyrra er stuðningurinn eyrnamerktur verkefninu Gefðu poka og hefur netgreiðsla sem jafngildir 34 matarpokum, sem er sami fjöldi og starfsfólk Eignaumsjónar, verið send Mæðrastyrksnefnd.
Ef fleiri vilja leggja verkefninu lið er slóðin: https://maedrastyrkur.is/