Guðbrandur Óli nýr húsumsjónarmaður hjá Eignaumsjón
Guðbrandur Óli Albertsson er nýr húsumsjónarmaður hjá Eignaumsjón. Hann hefur lengst af unnið við smíðar, m.a. fyrir tryggingafélagið Sjóvá og sem sjálfstæður verktaki í viðhaldi og breytingum í verslunum Hagkaups, áður en hann gekk til liðs við Eignaumsjón í haust.
Guðbrandur stundaði nám í húsasmíði við Tækniskólann. Hann er með vinnuvélaréttindi, meirapróf og vélavarðarréttindi frá Stýrimannaskólanum.
Húsumsjón Eignaumsjónar
Vaxandi eftirspurn hefur verið eftir faglegu eftirliti og umsjón með sameignum hús- og atvinnufélaga frá því að Eignaumsjón byrjaði að bjóða upp á húsumsjón árið 2017. Þjónustan tryggir reglubundna umsjón með sameign fasteignar, lækkar viðhaldskostnað og tryggir að ástand viðkomandi eignar sé ávallt eins og best verður á kosið.
Segja má að húsumsjónin komi í stað hefðbundinnar húsvörslu. Fagmaður á vegum Eignaumsjónar fer reglulega yfir ástand viðkomandi húseignar, fylgist með orkunotkun og öðrum búnaði/kerfum í eigninni og gerir nauðsynlegar úrbætur þegar þörf er á. Hann hefur einnig eftirlit með umhirðu og ástandi sameignar, bæði innanhúss sem utan og kemur með ábendingar og tillögur til hússtjórnar um úrbætur. Rík áhersla er lögð á góð samskipti og upplýsingaflæði til stjórna og ítarleg skýrsla send eftir hverja heimsókn á stjórn viðkomandi félags.