Jul 5, 2022 | Fréttir
Hörður Andrésson er nýr húsumsjónarmaður hjá Eignaumsjón. Hann hefur starfað samfellt við smíðar frá árinu 2002, lengst af fyrir Minjavernd við að gera upp gömul hús. Einnig hefur hann unnið við allskyns smíðavinnu fyrir Ístak, m.a. á Grænlandi og í Kaupmannahöfn fyrir Pihl & Søn.
Hörður er bæði menntaður húsasmiður og líffræðingur og vann hann hjá Hafrannsóknarstofnun í allmörg ár, áður en hann helgaði sig smíðunum.
Húsumsjón Eignaumsjónar
Vaxandi eftirspurn hefur verið eftir faglegu eftirliti og umsjón með sameignum hús- og atvinnufélaga frá því að Eignaumsjón byrjaði að bjóða upp á húsumsjón árið 2017. Þjónustan tryggir reglubundna umsjón með sameign fasteignar, stuðlar að lækkun viðhaldskostnaðar og tryggir að ástand viðkomandi eignar sé ávallt eins og best verður á kosið.
Segja má að húsumsjónin komi í stað hefðbundinnar húsvörslu. Fagmaður á vegum Eignaumsjónar fer reglulega yfir ástand sameignar viðkomandi húseignar, fylgist með búnaði og kerfum og gerir nauðsynlegar úrbætur þegar þörf er á. Viðkomandi hefur einnig eftirlit með umhirðu og ástandi sameignar, innanhúss sem utan og kemur ábendingum og tillögum um úrbætur til hússtjórnar. Rík áhersla er lögð á góð samskipti og upplýsingaflæði með skýrslugjöf eftir hverja heimsókn til stjórnar viðkomandi húseignar.
Mar 22, 2022 | Fréttir
Hallur Guðjónsson hefur verið ráðinn söluráðgjafi hjá Eignaumsjón og sinnir samskiptum við bæði núverandi viðskiptavini félagsins og leitar nýrra tækifæra.
Áður en Hallur kom til starfa hjá Eignaumsjón starfaði hann sem söluráðgjafi í fimm ár hjá Símanum, fyrir ýmsar deildir innan fyrirtækisins. Þar áður var hann vaktstjóri í söluveri hjá Sjóvá og annaðist bæði tryggingaráðgjöf, sölu og þjónustu. Hallur hefur m.a. stundað atvinnuflugmannsnám í Flugakademíu Íslands hjá Keili og nám í rafvirkjun við Iðnskólann í Hafnarfirði.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við eigendur fasteigna og býður heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa, m.a. íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Félagið hefur umsjón með daglegum rekstri um 700 húsfélaga og rekstrarfélaga um fasteignir og kemur faglega að lausn mála sem koma upp í fjölbýlis- og fjöleignarhúsum. Á skrifstofu Eignaumsjónar starfa 30 starfsmenn og er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð og góðan starfsanda.
Mar 10, 2022 | Fréttir
Svanhildur Ólöf Harðardóttir hóf nýlega störf hjá fjármálasviði Eignaumsjónar. Hún sinnir almennum gjaldkerastörfum, s.s. greiðslu reikninga, eftirfylgni krafna og úrlausn fjármálatengdra verkefna í samráði við fjármálateymi Eignaumsjónar.
Svanhildur starfaði sem gjaldkeri hjá Eignarekstri áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón. Þar áður starfaði hún m.a. sem gjaldkeri og innheimtufulltrúi hjá Reykjafelli og sérfræðingur í lögfræðiinnheimtu og milliinnheimtu hjá Landsbankanum.
Svanhildur er útskrifuð af félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og stundaði m.a. fjármála- og rekstrarnám við Viðskipta- og tölvuskólann, verðbréfamiðlun við Háskólann í Reykjavík og hefur hún jafnframt lokið bókhaldsgrunni hjá Promennt.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón sérhæfir sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis með það að markmiði að gera rekstur fasteigna bæði markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og hússtjórna og auðvelda störf þeirra.
Jan 27, 2022 | Fréttir
Kristín Helga Björnsdóttir kom nýlega til starfa í þjónustuveri Eignaumsjónar. Þjónustuverið sinnir erindum frá stjórnum hús- og rekstrarfélaga, annast samskipti við þjónustu- og fagaðila og svarar almennum erindum sem berast félaginu.
Kristin Helga starfaði við móttöku viðskiptavina hjá Terra, áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón í nóvember 2021. Þar á undan starfaði hún hjá Kletti leigufélagi og Íbúðalánasjóði, við afgreiðslu og upplýsingamiðlun til viðskiptavina. Kristín Helga er með próf sem viðurkenndur bókari frá Háskólanum í Reykjavík, stúdentspróf frá Keili og leggur stund á viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að yfir 20 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Markmið félagsins er að gera rekstur fasteigna bæði markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna hús- og atvinnufélaga.
Dec 22, 2021 | Fréttir
Guðbrandur Óli Albertsson er nýr húsumsjónarmaður hjá Eignaumsjón. Hann hefur lengst af unnið við smíðar, m.a. fyrir tryggingafélagið Sjóvá og sem sjálfstæður verktaki í viðhaldi og breytingum í verslunum Hagkaups, áður en hann gekk til liðs við Eignaumsjón í haust.
Guðbrandur stundaði nám í húsasmíði við Tækniskólann. Hann er með vinnuvélaréttindi, meirapróf og vélavarðarréttindi frá Stýrimannaskólanum.
Húsumsjón Eignaumsjónar
Vaxandi eftirspurn hefur verið eftir faglegu eftirliti og umsjón með sameignum hús- og atvinnufélaga frá því að Eignaumsjón byrjaði að bjóða upp á húsumsjón árið 2017. Þjónustan tryggir reglubundna umsjón með sameign fasteignar, lækkar viðhaldskostnað og tryggir að ástand viðkomandi eignar sé ávallt eins og best verður á kosið.
Segja má að húsumsjónin komi í stað hefðbundinnar húsvörslu. Fagmaður á vegum Eignaumsjónar fer reglulega yfir ástand viðkomandi húseignar, fylgist með orkunotkun og öðrum búnaði/kerfum í eigninni og gerir nauðsynlegar úrbætur þegar þörf er á. Hann hefur einnig eftirlit með umhirðu og ástandi sameignar, bæði innanhúss sem utan og kemur með ábendingar og tillögur til hússtjórnar um úrbætur. Rík áhersla er lögð á góð samskipti og upplýsingaflæði til stjórna og ítarleg skýrsla send eftir hverja heimsókn á stjórn viðkomandi félags.