Sep 9, 2021 | Fréttir
Svala Steina Ásbjörnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings í reikningshaldi og þjónustu á fjármálasviði Eignaumsjónar.
Svala Steina sinnir m.a. gerð ársreikninga og uppgjörum á rekstri húsfélaga og greiningum á rekstri viðskiptavina. Þar á meðal eru greiningar á rekstrar- og kostnaðaráætlunum og kostnaðar- og framkvæmdauppgjörum viðskiptavina Eignaumsjónar.
Svala Steina er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er í mastersnámi við sama skóla í fjármálum fyrirtækja. Hún kom til starfa hjá Eignaumsjón sumarið 2021 frá fyrirtækinu Uppgjör ehf., þar sem hún sinnti ársuppgjörum fyrirtækja, ársreikningum og skattaskilum á árunum 2008-2012 og 2016-2021. Þar á milli starfaði hún sem fjármálstjóri Artic shopping ehf.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón býr að 20 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Markmið félagsins er að gera rekstur fasteigna bæði markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna hús- og atvinnufélaga.
Apr 13, 2021 | Fréttir
Þrír nýir starfsmenn, Gréta María Dagbjartsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Sigríður Þóra Jafetsdóttir, hafa komið til starfa í þjónustuveri Eignaumsjónar á undanförnum mánuðum. Sjö manns standa nú vaktina í þjónustuverinu, sex konur og einn karlmaður.
Þjónustuverið sinnir erindum frá stjórnum hús- og rekstrarfélaga í umsjón Eignaumsjónar. Þjónustuverið annast líka öll samskipti við fagaðila sem eru að þjónusta hús- og rekstrafélögin á vegum félagsins ásamt öllum almennum erindum sem berast á hverjum degi, hvort sem það er í tölvupósti, netspjalli, símtölum eða heimsóknum á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 30.
Fjölbreytt menntun og starfsreynsla
Þær Gréta María, Sigríður og Sigríður Þóra eru með fjölbreytta menntun og starfsreynslu og er ráðning þeirra liður í að styrkja þjónustu Eignaumsjónar enn frekar.
- Gréta María starfaði m.a. hjá Iceland Travel áður en hún réðst til starfa hjá Eignaumsjón í febrúar 2021. Hún er með BS gráðu frá Háskóla Íslands í ferðamálafræði, með viðskipafræði sem kjörsvið og stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum.
- Sigríður Guðmundsóttir starfaði m.a. hjá Eimskip, Sjóvá og Landsbankanum áður en hún hóf störf hjá Eignaumsjón í nóvember 2020. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði og markaðsfræði frá Háskóla Íslands og stúdentspróf frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla.
- Sigríður Þóra starfaði m.a. hjá Nordic Visitor, Bláa lóninu og Fosshótel Reykjavík áður en hún kom til Eignaumsjónar í desember 2020. Hún er með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands.
Um Eignaumsjón
Eignaumsjón sérhæfir sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis með það að markmiði að gera rekstur fasteigna bæði markvissari og hagkvæmari, auka upplýsingaflæði til eigenda og hússtjórna og auðvelda störf þeirra.