Herdís Hermannsdóttir sem starfað hefur við fjármál og bókhald í liðlega 13 ár hjá Eignaumsjón lætur af störfum í dag að eigin ósk og hyggst „njóta lífsins“ næstu árin.
„Við þökkum Herdísi fyrir vel unnin störf fyrir Eignaumsjón til margra ára. Hún hefur lengsta starfsreynslu núverandi starfsmanna félagsins og kom til starfa í ársbyrjun 2007. Á þessum tíma hefur hún vaxið og dafnað í störfum sínum hér, samhliða þeirri miklu tæknivæðingu og þróun sem þjónustan okkar hefur gengið í gegnum og er lykilinn að öflugum vexti félagsins og stöðugt betri þjónustu,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri.
„Það er eftirsjá af þessum starfsaldursforseta okkar. Herdísar verður saknað og við óskum henni gæfu og góðra stunda í framtíðinni.“