Svo virðist sem tryggingaiðgjöld fasteigna- og húseigendatrygginga hækki mikið um næstu áramót. Að stærstum hluta má rekja hækkanir til hækkunar á byggingavísitölu en í einhverjum tilfellum er um að ræða endurmat tryggingafélaga á álagningu á einstakar fasteignir, sér í lagi eldri eignir. Svörin sem við fáum eru þau að mikið tap hafi verið á þessum flokki trygginga á seinni árum.
Við hjá Eignaumsjón höfum spornað við hækkunum með því að leita betri tilboða og samninga við tryggingafélögin, en ljóst er að umtalsverðar hækkanir eiga sér engu að síður stað.