Eignaumsjón – lykill að öruggum rekstri fasteigna
Fyrirtækið Eignaumsjón hf. var stofnað aldamótaárið 2000. Eignaumsjón býður húsfélögum um atvinnu- og íbúðarhúsnæði víðtæka þjónustu við rekstur fasteigna, sem og fyrirtækjum og einstaklingum sem eru í fasteignarekstri.
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna og býr yfir víðtækri þekkingu og reynslu í rekstri fjöleignarhúsa eftir nærri aldarfjórðungs starfsemi. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, gæðamál, öryggi og skýra verkferla til að skila viðskiptavinum faglegum og fjárhagslegum árangri í rekstri fasteigna ásamt því að viðhalda og tryggja sem best ástand þeirra og verðmæti.
Þróttmikill vöxtur hefur verið í starfsemi Eignaumsjónar undanfarin ár. Fjárhagsleg staða er styrk og fyrirtækið er með starfsábyrgðartryggingu hjá viðurkenndu tryggingarfélagi.
Markmið Eignaumsjónar
» Gera rekstur fjöleignarhúsa markvissan og hagkvæman
» Auðvelda stjórnarstörf í húsfélögum
» Viðhalda verðmæti fasteigna
» Veita góða yfirsýn yfir rekstur
» Jafna sveiflur í útgjöldum
Yfir 20 ára þekking og reynsla
» Brautryðjendur í rekstrarumsjón og eignarekstri á Íslandi
» Einföldum störf stjórna og spörum tíma
» Leysum málin með sérþjálfuðu starfsfólki og vel útfærðum verkferlum
» Við sjáum um rekstur mörg hundruð hús- og rekstrarfélaga með tugþúsundum fasteigna
Skipurit Eignaumsjónar
Frá hausti 2024 fellur starfsemi Eignaumsjónar undir þrjú meginsvið; Fjármálasvið, Þjónustusvið og Tæknisvið og þrjú stoðsvið; Atvinnuhús, Sala og samskipti, Þróun.
Stjórn Eignaumsjónar:
» Guðjón Ármann Jónsson stjórnarformaður
» Hákon Björnsson stjórnarmaður
» Jón Ármann Guðjónsson, stjórnarmaður
Framkvæmdastjórn Eignaumsjónar:
» Ágústa Katrín Auðunsdóttir, forstöðumaður fjármálasviðs
» Gunnþór Steinar Jónsson, forstöðumaður þjónustusviðs
» Sigurður Gauti Hauksson, forstöðumaður tæknisviðs