Umboð fyrir Húsbókina – leiðbeiningar
Eigendur/greiðendur geta veitt öðrum umboð til að sýsla með sín málefni í Húsbókinni á vef Eignaumsjónar. Í tilfelli lögaðila geta prókúruhafar veitt umboð til að sýsla með málefni viðkomandi lögaðila í Húsbókinni.
Leiðbeiningar – Umboðsveitandi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum.
Eftir innskráningu birtist valmynd þar sem hægt er að veita umboðsaðila aðgang að vef Eignaumsjónar fyrir hönd lögaðila.
Félag
Í reitnum félag er valið fyrir hönd hvers umboðið á að gilda. Hægt er að velja á milli þess að veita umboð fyrir hönd þess sem er innskráður eða lögaðila. Ef sá sem er innskráður hefur prókúru, birtist listi yfir þau félög sem viðkomandi er með prókúru fyrir. Velja skal úr listanum fyrir hvaða félag/félög umboðið á að gilda.
Umboðshafi
Setja þarf kennitölu þess sem á að fá aðgang að Húsbókinni inn í reitinn “Umboðshafi”.
Fyrir hönd
Kerfið skráir sjálfkrafa kennitölu þess félags sem er valið er inn í reitinn “Fyrir hönd“.
Gildir til
Setja þarf inn í svæðið „Gildir til“ dagsetningu, þ.e. hve lengi viðkomandi á að hafa aðgang að Húsbókinni, t.d. dagsetningu tveimur árum frá deginum í dag.
Vista form:
Þegar búið er að setja inn upplýsingar um Félag, Umboðshafa, Fyrir hönd og Gildir til er smellt á hnappinn „Vista form“.
Eftir að ýtt hefur verið á Vista form birtist mynd þar sem hægt er að fara yfir og staðfesta umboðsveitinguna.
Eftir að ýtt hefur verið á „Vista form“ birtist mynd þar sem hægt er að fara yfir og staðfesta umboðsveitinguna
Þegar ýtt er á staðfesta fer af stað vinnsla þar sem umboðið er smíðað og umboðsskjal innsiglað.
Innskráning inn í Húsbókina á vef Eignaumsjónar
Notendur sem hafa fengið aðgang að Húsbókinni hjá Eignaumsjón geta skráð sig inn á vefinn með því að fara á vefslóðina https://www.eignaumsjon.is og velja þar Húsbókin efst til hægri á forsíðunni.
Þar er notandinn sendur í valmynd þar sem hann auðkennir sig með rafrænum skilríkjum.
Að auðkenningu lokinni er kannað hvort viðkomandi notandi sé með skráð umboð. Ef notandinn hefur engin skráð umboð, er viðkomandi skráður inn á vefinn án umboða. Hafi notandinn skráð umboð, birtist gluggi með lista yfir þau umboð sem viðkomandi hefur. Notandinn merkir við línu þess fyrirtækis sem viðkomandi vill skrá sig inn í. Að því loknu er smellt á Áfram Ef valið er að skrá sig inn án umboðs er notandinn skráður inn á eigin aðgang (án umboðs) í stað þess að fara inn á aðgang þess aðila sem viðkomandi er með umboð fyrir.
Og þá birtist Húsbókin