Með þessu fyrirkomulagi er verið að bregðast við hertum aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 og reyna að tryggja að ekki þurfi að loka skrifstofu félagsins á Suðurlandsbraut 30 ef smit kemur upp hjá starfsfólkinu, þó svo kappkostað sé að fylgja tilmælum Landlæknis um sóttvarnir.
Á meðan þessi stað er uppi er ekki verið að halda hús- eða aðalfundi á vegum Eignaumsjónar og því almennt verið að fresta boðuðum fundum í samráði við stjórnir húsfélaga.
Takmörkum heimsóknir á skrifstofuna
Við biðjum jafnframt viðskiptavini um að takmarka heimsóknir á skrifstofuna okkar eins og kostur er. Hægt er að koma með gögn eða sækja gögn sem hafa verið pöntuð en hvatt er til þess að almennar fyrirspurnir og samskipti við þjónustuver Eignaumsjónar fari fram með tölvupósti á netfangið thjonusta@eignaumsjon.is. Einnig er hægt að hafa samband í netspjalli á heimasíðu okkar, www.eignaumsjon.is. eða hringja í síma 585-4800. Þá skal einnig áréttað að þeir sem það kjósa geta skilað inn gögnum í póstkassa Eignaumsjónar við inngang á suðurhlið/bakhlið Suðurlandsbrautar 30.