Haustlægðirnar eru mættar með tilheyrandi látum, vatnsveðrum og roki. Og því miður er alltof algengt að húsin okkar standist ekki slíkan hamagang. Vatn fer inn um sprungur og glufur, því er þrýst áfram af háum vindhraða og þrýstingi. Þetta magnast eftir því sem vindhraðinn er meiri.
Það er mikilvægt að stjórnir húsfélaga bregðist skjótt við þegar tilkynningar berast um vatnsleka – til að lágmarka hugsanlegt tjón. Algengt er að húsfélög eru með fasteignatryggingar, en slíkar trygginar bæta yfirleitt ekki tjón vegna utanaðkomandi vatns eða raka. Tryggingar bæta hins vegar tjón vegna vatns eða raka sem stafar frá lagnakerfum húsanna.
Vanræki húsfélag eðlilegt viðhald húss getur húsfélagið orðið bótaskylt gagnvart íbúa eða eiganda tiltekinnar eignar eða muna sem verða fyrir skemmdum, m.a. skemmdum af völdum utanaðkomandi vatns eða raka.
Oft hefur reynst erfitt að greina og finna orsakir leka og raka, þar sem t.d. sprungur geta leitt vatnið um langan veg inni í veggjum. Oft eru hugsanlegar orsakir margar. Þess vegna er þessi mál oft snúin, en engu að síður er mikilvægt að bregðast við og aðhafast í málinu.