Full endurgreiðsla á virðisaukaskatti af vinnu manna vegna heimilisaðstoðar eða reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis er nýjung í þeim tímabundnu aðgerðum sem samþykktar voru sem lög frá Alþingi á dögunum til að bregðast við efnahagsástandinu af völdum kórónaveirunnar.
Húsfélög geta nýtt sér þetta ákvæði varðandi endurgreiðslu á virðisaukaskatti á vinnu vegna ýmiskonar þjónustu sem innt er af hendi á tímabilinu frá 1. mars til og með 31. desember á þessu ári. VSK endurgreiðsla til húsfélaga nær m.a. til vinnu við þrif á göngum og sameign, þrifa og sótthreinsunar á sorpílátum og sorpgeymslum og garðvinnu, s.s. klippingar á trjám og runnum og garðsláttar.
Fjármáladeild Eignaumsjónar tryggir að endurgreiðslur skili sér til viðkomandi húsfélaga en greiða þarf reikninga að fullu áður en hægt er að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum.
Við öflum tilboða vegna umhirðu sameignar
Stjórnir húsfélaga taka ákvarðanir um hvort og hvenær skuli ráðast í umhirðuverkefni en við minnum á að öflun þjónustutilboða er innifalin í þjónustuleið 3 hjá okkur. Þjónustuver Eignaumsjónar kallar eftir tilboðum fyrir þau húsfélög sem þess óska frá fagaðilum sem við treystum til að skila góðu verki. Stjórnir húsfélaga í þjónustuleiðum 1 og 2 geta einnig, gegn vægu gjaldi, nýtt sér aðstoð þjónustuvers Eignaumsjónar við öflun tilboða.
Síminn í þjónustuverinu er 585-4800 en einnig er hægt nota netspjall á eignaumsjon.is eða senda tölvupóst á thjonusta@eignaumsjon.is.